Hafði undirbúið árásina í sjö mánuði

Frá vettvangi árásarinnar misheppnuðu í Liverpool.
Frá vettvangi árásarinnar misheppnuðu í Liverpool. AFP

Maðurinn sem lést í misheppnaðri sprengjuárás í ensku borginni Liverpool á sunnudaginn hafði verið að skipuleggja árásina síðustu sjö mánuði.

Lögreglan í Liverpool greindi frá þessu í morgun.

Emad Al Swealmeen, sem fæddist í Írak, leigði íbúð í borginni í apríl og hafði keypt „viðeigandi hluti“ fyrir sprengjuna sem hann notaði að minnsta kosti síðan þá, sagði Russ Jackson, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í norðvesturhluta Englands.

Árás­armaður­inn sprengdi sig í loft upp í leigu­bíl en leigu­bíl­stjór­inn slapp með minni­hátt­ar meiðsli eftir að hafa stigið þaðan út í tæka tíð. 

Loftmynd sem sýnir tjald lögreglunnar í Liverpool fyrir utan Kvennaspítalann …
Loftmynd sem sýnir tjald lögreglunnar í Liverpool fyrir utan Kvennaspítalann í borginni þar sem sprengingin varð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert