Sjálfskipaði seiðkarlinn Jacob Chansley sem varð yfir nóttu að táknmynd óeirðanna, þegar ráðist var inn í þinghús Bandaríkjanna, og samsæriskenningasamtakanna QAnon, var í dag dæmdur í 41 mánaða fangelsi vestanhafs fyrir aðild sína að óreiðunum.
Chansley bar eftirminnilega, á meðan uppþotinu stóð þann 6. janúar, loðhatt með hornum og fór fyrir hópi sem braust inn í þinghúsið og skildi eftir skilaboð á borði Mike Pence, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna þar sem stóð: „Það er aðeins tímaspursmál. Réttlætið er á leiðinni“.
Viðurkenndi Chansley sök sína í málinu.