Kristian Thulesen Dahl, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér sem formaður eftir að flokkur hans beið afhroð í sveitarstjórnarkosningum í Danmörku í gær.
Danski þjóðarflokkurinn hlaut rúmlega fjögurra prósenta fylgi, og fór þar með undir fimm prósent í fyrsta skipti í tuttugu ár.
Kristian Thulesen Dahl, sem tók við forystu flokksins af Piu Kjaersgaard árið 2012, tilkynnt blaðamönnum í að hann ætlaði segja af sér á komandi flokksþingi.
Í tvo áratugi var flokkur hans sem kenndur er við öfga-hægri stefnu á meðal lykilafla í dönskum stjórnmálum, með 26,6 prósent atkvæða í kosningum til Evrópuþingsins 2014.
Flokkurinn hefur veirð í eins konar tilvistarkreppu undanfarin ár, í kjölfar tilkomu nýs popúlísks hægri flokks og harðlínustefnu í innflytjendamálum sem jafnaðarmannastjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra, hefur samþykkt, að sögn stjórnmálasérfræðinga í Danmörku.
Danski þjóðarflokkurinn hafði þegar fallið niður í 8,7 prósent atkvæða í þingkosningunum 2019, samanborið við 21,1 prósent fjórum árum áður.
Í sveitarstjórnar- og svæðiskosningum í gær fékk flokkurinn aðeins 4,1 prósent atkvæða, en 8,8 prósent árið 2017.