Þurfa að framvísa bólusetningarskírteini á viðburðum

Svíar munu þurfa að framvísa bólusetningarskírteini frá og með 1. …
Svíar munu þurfa að framvísa bólusetningarskírteini frá og með 1. desember. AFP

Svíar munu taka upp bólusetningarskírteini þann 1. desember næstkomandi sem framvísa þarf á innanhúsviðburðum þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi mikillar fjölungar kórónuveirusmita í Evrópu. Sænska ríkisstjórnin tilkynnti þetta í dag. AFP-fréttastofan greinir frá.

Þann 1. nóvember síðastliðinn var afnumin sú skylda að fullbólusettir einstaklingar sem sýndu  einkenni covid-19, þyrftu að fara í covid-próf. Vegna mikillar gagnrýni hefur ríkisstjórnin hins vegar ákveðið að draga það til baka og skylda aftur þá sem sýna einkenni að láta prófa sig.

Lena Hallengren, heilbrigðisráðherra Svía, sagðist gera ráð fyrir að smitum færi fjölgandi í landinu í vetur enda væru Svíar ekki einangraðir frá umheiminum.

Ekki er búið að útfæra notkun bólusetningarskírteinisins að fullu, en gert er ráð fyrir að allir 16 ára eða 18 ára og eldri þurfi að framvísa því á viðburðum innandyra, eins og tónleikum í leikhúsum og á íþróttaviðburðum. Ekki mun þurfa að framvísa því á veitingahúsum og börum.

Viðburðahaldarar sem ekki gera kröfu um framvísun bólusetningarskírteinis þurfa uppfylla strangar kröfur um fjöldatakmarkanir og fjarlægðarreglur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert