Allt útlit er fyrir aðra nótt af óeirðum og mótmælum í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda þar í landi.
Þegar hafa brotist út átök á meðal mótmælenda og lögreglu í Haag, þar sem hundruð mótmælenda hafa kastað grjóti og öðrum lausamunum í lögreglu samkvæmt fréttaritara AFP fréttastofu.
Hópur fólks hefur safnast saman í úthverfum Haag og til dæmis hrúgað saman reiðhjólum og kveikt í þeim. Í það minnsta einn hefur verið handtekinn og er allt útlit fyrir að ofbeldið og óeirðirnar sem brotist hafa út séu á pari það síðustu nótt í Rotterdam.