Sjö særðust í „ofbeldisorgíu“

Mótmælin skildu eftir sig sviðna jörð.
Mótmælin skildu eftir sig sviðna jörð. AFP

Hollenska lögreglan skaut á og særði að minnsta kosti tvo einstaklinga í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda þar í landi í gær.

Mótmælendur köstuðu steinum og flugeldum í átt að lögreglu og kviknaði í lögreglubílum. 

Hundruð mótmælenda höfðu safnast saman til þess að láta í ljós reiði sína gagnvart stjórnvöldum vegna bólusetningarpassa sem á að taka upp í landinu og banni við flugeldum á gamlárskvöld. Í síðustu viku tóku hertar sóttvarnaaðgerðir gildi í Hollandi. Þær falla úr gildi eftir þrjár vikur. 

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP

Sjö manns særðust í mótmælunum og voru 20 handtekin. Ahmed Aboutaleb, borgarstjóri Rotterdam, fordæmdi mótmælin og kallaði þau „ofbeldisorgíu“.

Lögreglan skaut varúðarskotum og beinum skotum að mótmælendum „vegna þess að aðstæður ógnuðu lífum fólks,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Rotterdam í samtali við fréttastofu Reuters.

Neyðarástandi var lýst yfir í Rotterdam vegna mótmælanna. Þá var aðallestarstöð borgarinnar lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka