Slapp með naumindum undan árás bjarnar

Maður í Frakkland slasaðist alvarlega þegar að björn réðst á …
Maður í Frakkland slasaðist alvarlega þegar að björn réðst á hann. AFP

70 ára veiðimaður slapp með naumindum þegar að bjarndýr réðst á hann í suðvesturhluta Frakklands í dag. Maðurinn slasaðist alvarlega en björninn hafði að bíta hann í lærið með þeim afleiðingum að sár kom á lærleggsslagæðina.

Veiðimaðurinn var á höttunum eftir villigelti þegar að björn hafði upp á honum og bitið hann. Veiðimaðurinn náði þó að snúa vörn í sókn og kom tveimur skotum á dýrið og drap það.

Áverkarnir voru verulegir og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á gjörgæslu í Toulouse. Samkvæmt heimildum fréttastofu AFP er ástand mannsins alvarlegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert