Aðstandendur gagnrýna Sameinuðu þjóðirnar

Horft yfir hluta af hafnarsvæðinu í Beirút.
Horft yfir hluta af hafnarsvæðinu í Beirút. AFP

Sameinuðu þjóðirnar hunsuðu bréf frá aðstaðendum einhverra þeirra 219 sem létust þegar gríðarlega kröftug sprenging varð á hafnarsvæðinu í Beirút, höfuðborg Líbanon, í ágúst á síðasta ári.

Þetta kemur fram í frétt BBC þar sem fram kemur að aðstendendurnir hafi óskað eftir upplýsingum til að aðstoða við rannsókn á tildrögum sprengingarinnar.

Rannsókn málsins hefur tafist og ekki er vita hver, ef einhver, ber ábyrgð á sprengingunni.

Viku eftir sprenginguna í fyrra óskuðu Sameinuðu þjóðirnar eftir óháðri rannsókn þar sem hægt yrði að varpa ljósi á hver bæri ábyrgð.

Hins vegar fengust engin svör frá SÞ þegar lögmannsstofa sendi þrívegis síðastliðið ár bréf til Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra SÞ, þar sem óskað var eftir öllum gervihnattarmyndum af hafnarsvæðinu.

Talið er að þær geti varpað ljósi á atburðarásina fyrir sprenginguna. Samkvæmt Aya Majzoub hjá Mannréttindavaktinni hefur ekki borist svar við bréfunum til SÞ né skýring á svarleysinu. 

Umfjöllun BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert