Biður Bieber að hætta við

Justin Bieber.
Justin Bieber. AFP

Unn­usta Jamals Khashogg­is, sem var myrt­ur á ræðismanns­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­b­úl árið 2018, hef­ur biðlað til söngv­ar­ans Just­ins Bie­bers að hætta við fyr­ir­hugða tón­leika í Sádi-Ar­ab­íu í næsta mánuði.

Bin Salm­an, krón­prins Sádi-Ar­ab­íu, samþykkti laun­morðið á Khashoggi að mati banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar, CIA.

Kanadíski söngv­ar­inn er einn af nokkr­um sem munu taka lagið í tengsl­um við fyrsta formúlu-1-kapp­akst­ur­inn borg­inni Jeddah 5. des­em­ber.

Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi.
Hatice Ceng­iz, unn­usta Jamal Khashoggi. AFP

Unn­ust­an, Hatice Ceng­iz, skrifaði Bie­ber opið bréf þar sem hún hvatti hann til að senda „mik­il­væg skila­boð“ með því að hætta við að koma fram.

„Ekki syngja fyr­ir þá sem myrtu Jamal,“ skrifaði Ceng­iz meðal ann­ars.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert