Unnusta Jamals Khashoggis, sem var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl árið 2018, hefur biðlað til söngvarans Justins Biebers að hætta við fyrirhugða tónleika í Sádi-Arabíu í næsta mánuði.
Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, samþykkti launmorðið á Khashoggi að mati bandarísku leyniþjónustunnar, CIA.
Kanadíski söngvarinn er einn af nokkrum sem munu taka lagið í tengslum við fyrsta formúlu-1-kappaksturinn borginni Jeddah 5. desember.
Unnustan, Hatice Cengiz, skrifaði Bieber opið bréf þar sem hún hvatti hann til að senda „mikilvæg skilaboð“ með því að hætta við að koma fram.
„Ekki syngja fyrir þá sem myrtu Jamal,“ skrifaði Cengiz meðal annars.