Sænska þingið mun á miðvikudag greiða atkvæði um tilnefningu Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, sem fyrsta kvenkyns forsætisráðherra landsins. Þetta sagði forseti sænska þingsins í dag.
Enn eru líkur á að Andersson nái ekki meirihluta atkvæða þar sem hún á enn eftir að tryggja sér stuðning Vinstriflokksins þrátt fyrir harðar samningagviðræður undanfarna daga.
Hin 54 ára núverandi fjármálaráðherra þyrfti atkvæði þeirra til þess að geta orðið arftaki hins fráfarandi forsætisráðherra, Stefans Lofven. Andersson hefur þegar hlotið stuðning stjórnarsamstarfsflokksins Græningja, auk Miðflokksins.
Vinstrimenn hafa krafist samkomulags um hærri lífeyri gegn stuðningi sínum.
„Við jafnaðarmenn og Græningjar erum að sjálfsögðu tilbúnir til að ræða frekari úrbætur fyrir þá sem eru með veikustu lífeyrisgreiðslurnar,“ sagði Andersson á sameiginlegum blaðamannafundi með Andrea Norlen, ræðumanni.
„Spurningin er hversu langt er hægt að fara,“ bætti hún við.