Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að Tyrkland hafi ranglega handtekið um 400 dómara og saksóknara í landinu eftir misheppnaða tilraun til þess að steypa forseta landsins, Recep Erdogan, af stóli árið 2016.
Alls 427 einstaklingar úr tyrknesku réttarvörslukerfi fóru með mál sín fyrir dómstólinn. Í ákvörðun dómsins segir að handtökur þeirra hafi verið ólöglegar og aðeins til þess fallnar að kasta rýrð á feril þeirra.