Danski sjóherinn varð fjórum sjóræningjum að bana úti fyrir ströndu Nígeríu í gær eftir að kom til skotbardaga. Danski herinn greinir frá þessu í tilkynningu.
Engir danskir hermenn særðust en fimm sjóræningjar voru skotnir. Fjórir þeirra eru látnir. Einn er særður,” sagði í tilkynningunni.
Til skotbardagans kom í gær eftir að sjóræningjarnir reyndu að komast um borð í danska varðskipið Esbern Snare, sem hefur verið við eftirlit á svæðinu síðan í byrjun þessa mánaðar.