Grænt ljós á bólusetningu 5 til 11 ára

AFP

Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað bólusetningu barna á aldrinum 5 til 11 ára með bóluefninu Comirnaty frá Pfizer-BioNTech. 

Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.

Nú þegar hefur grænt ljósi verið gefið á bólusetningu barna eldri en 12 ára með bóluefni Pfizer en skammturinn fyrir yngri aldurshópinn verður minni.

Rétt eins og tíðkast meðal annarra aldurshópa verður bóluefnið gefið í tveimur skömmtum, með þriggja vikna millibili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert