Bandaríkin og Kanada setja á ferðahömlur

Kanada tilkynnti einnig í dag að þau ætli að banna …
Kanada tilkynnti einnig í dag að þau ætli að banna ferðalög erlendra ferðamanna frá sjö löndum í sunnanverðri Afríku af sömu ástæðu og Bandaríkin. AFP

Bandaríkin tilkynntu í dag að þau ætli að setja hömlur á ferðalög til átta ríkja í sunnanverðri Afríku vegna þess að nýtt afbrigði kórónuveirunnar virðist eiga uppruna sinn þaðan sem vísindamenn hafa miklar áhyggjur af.

Aðeins bandarískir ríkisborgarar mega ferðast frá löndunum til Bandaríkjanna. Ferðahömlurnar taka gildi á mánudaginn.

Kanada tilkynnti einnig í dag að þau ætli að banna ferðalög erlendra ferðamanna frá sjö löndum í sunnanverðri Afríku af sömu ástæðu og Bandaríkin. Landið mun endurskoða ferðabönnin 31. janúar.  

Löndin sem Bandaríkin eru búinn að setja ferðahömlur á eru:

Suður Afríku, Botsvana, Simbabve, Namibíu, Lesótó, Svasíland , Mósambík og Malaví.

Ferðabann Kanada nær til:

Suður Afríku , Botsvana, Simbabve, Namibíu, Lesótó, Svasíland og Mósambík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert