Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvetur aðildarríki ESB til að stöðva áætlunarflug til og frá suðurhluta Afríku vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem þar hefur greinst.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar sendi frá sér í dag. Segir þar að stöðva eigi allar flugferðir til þessara landa þar til ljóst verði hvaða hætta geti stafað af nýja veiruafbrigðinu.