Óttast nýtt afbrigði veirunnar

Ferðamönnum frá sex löndum í sunnanverðri Afríku er nú gert …
Ferðamönnum frá sex löndum í sunnanverðri Afríku er nú gert að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. AFP

Breskir vísíndamenn hafa miklar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar og er ferðamönnum frá sex löndum í sunnanverðri Afríku nú gert að sæta sóttkví við komuna til Bretlands.

Samkvæmt frétt BBC óttast sérfræðingar að um versta afbrigðið hingað til sé að ræða og það geti fundið sér leið framhjá áður áunnu ónæmi við veirunni.

Alls hafa 82 tilfelli greinst af afbrigðinu, þekktu sem B.1.1.529; í S-Afríku, Botswana og Hong Kong.

Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að ekki sé nógu mikið vitað um nýja afbrigðið og það sé til skoðunar. Hins vegar segir hann ljóst að vísindamönnum sé brugðið.

Umfjöllun BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert