Biden hyggst ræða við Pútín og Zelenskí

Úkraínskur hermaður gætir hér víglínunnar að austurhéruðum landsins, þar sem …
Úkraínskur hermaður gætir hér víglínunnar að austurhéruðum landsins, þar sem rússneskumælandi aðskilnaðarsinnar hafa ráðið lögum og lofum undanfarin sjö ár. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kvöld að líklegt væri að hann myndi ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Volodymyr Zelenskí, forseta Úkraínu, um helgina um þá spennu sem komin er upp á landamærum ríkjanna. 

Biden er nú staddur á Nantucket-eyju í Connecticut, en hann sagði við fjölmiðla að hann hefði áhyggjur vegna yfirlýsingar Zelenskís fyrr í dag um að flett hefði verið ofan af áformum um valdarán í Úkraínu, sem rússneskir ríkisborgarar tengdust. Sagði Biden að Bandaríkin styddu fullveldi Úkraínu og getu landsins til þess að stýra eigin málum sjálft. 

Fyrr um kvöldið skoruðu talsmenn Hvíta hússins á bæði rússnesk og úkraínsk stjórnvöld að draga úr þeirri spennu sem komin væri í samskipti ríkjanna. Rússar hafa hins vegar vísað ásökunum Zelenskís á bug og sagt Bandaríkjastjórn og Úkraínu bera ábyrgð á ástandinu sem komið væri upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert