Ómíkron greindist í Kanada

Úr höfuðborg Kanada, Ontario, þar sem fyrstu afbrigði Ómíkrón í …
Úr höfuðborg Kanada, Ontario, þar sem fyrstu afbrigði Ómíkrón í Kanada greindust í dag. AFP

Tveir einstaklingar greindust með Ómíkron-afbrigði Covid-19 í Kanada í dag. Báðir höfðu nýlega ferðast til Nígeríu en afbrigðið má rekja til syðri Afríku. Báðir sæta nú einangrun á meðan yfirvöld vinna að smitrakningu.

Heilbrigðisráðherra Kanada, Jean-Yves Duclos greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag en þeir smituðu voru í höfuðborginni Ottowa í Ontario.

Gera ráð fyrir fleiri tilfellum

„Á meðan smitrakning og prófanir standa yfir gerum við ráð fyrir að fleiri tilfelli þessa afbrigðis greinist í Kanada,“ sagði Duclos í dag. 

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin fylgist náið með útbreiðslu afbrigðisins en Bretar hafa nú þegar skikkað alla komufarþega í sóttkví og próf á meðan Ísraelar hafa alfarið lokað á komu ferðamanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert