Býst ekki við frekari ferðatakmörkunum

Biden hélt blaðamannafund í Hvíta húsinu nú síðdegis að íslenskum …
Biden hélt blaðamannafund í Hvíta húsinu nú síðdegis að íslenskum tíma. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki búast við að frekari ferðatakmarkanir verði settar til að stemma stigu við útbreiðslu Ómíkron-afbrigðisins, sem fyrst greindist í Suður-Afríku.

„Umfang útbreiðslunnar hefur áhrif á það hvort þörf sé á ferðatakmörkunum. Ég á ekki von á því á þessari stundu.“

Bandaríkin hófu að hamla för flestra ferðalanga frá átta löndum í suðurhluta Afríku eftir að upp komst um afbrigðið. Ákvörðunin hefur mætt gagnrýni sérfræðinga í faraldsfræðum, þar sem hún þykir líkleg til að letja önnur ríki til að tilkynna um ný afbrigði.

Einnig hafi afbrigðið líklega nú þegar breiðst út mjög víða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert