Íslendingurinn játaði morðið

Torrevieja á Spáni.
Torrevieja á Spáni. Ljósmynd/Wikipedia.org

Guðmundur Freyr Magnússon, sem grunaður var um að hafa banað íslenskum sambýlismanni móður sinnar í Torrevieja á Spáni í janúar 2020, hefur játað morðið, að því er segir á vef Informacion.

DV greindi frá fyrstur íslenskra miðla.

Guðmundur viðurkenndi að hafa komið að heimili móður sinnar í þeim tilgangi að myrða sambýlismanninn. Þá hafi hann brotist inn á heimilið með því að klifra yfir vegg og kastað gaskút inn um rúðuna. Þegar hann var kominn inn fyrir réðst hann á sambýlismanninn og stakk hann með hníf með þeim afleiðingum að hann lést.

Þá sagðist hann ekki muna eftir verknaðinum og bar fyrir sig að hann þjáðist af geðrænum vandamálum. Þá sagðist hann einnig hafa neytt fíkniefna í viku áður en morðið var framið.

Guðmundur á yfir höfði sér 17 til 31 árs fangelsisvist fyrir verknaðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert