Þrír létust í Bretlandi á föstudag af völdum óveðursins Arwen sem herjaði á landið um helgina. Þeir sem létust urðu fyrir trjám sem féllu á þá í Skotlandi, Norður-Írlandi og Norðvestur-Englandi. Þá þurftu þúsundir í Skotlandi að búa við rafmagnsleysi í nokkra daga.
Í borginni Aberdeen voru dísilvélar notaðar til þess að miðla rafmagni til sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila. Þá lágu lestarsamgöngur niðri víða.