Hafði það „að markmiði að drepa fólk“

Fjórir létust í árásinni.
Fjórir létust í árásinni. AFP

Lögreglan í Oxford í Michigan-ríki segir unglinginn sem myrti fjóra á föstudag í menntaskóla, ekki hafa sýnt neina miskunn og að hann hafi farið í skólann með það „að markmiði að drepa fólk“.

Árásamaðurinn, hinn 15 ára Ethan Crumbley, tók myndband af sér daginn fyrir árásina þar sem hann sagðist ætla að fara í skólann og skjóta fólk. Crumbley setti myndbandið þó ekki á internetið og hefði lögreglan því ekki getað vitað af árásinni að hennar sögn.

„Það er greinilegt að hann fór í skólann í þeim tilgangi að drepa fólk. Hann skaut fólk af stuttu færi, oft í átt að höfðinu eða bringunni,“ er haft eftir lögreglustjóranum Michael Bouchard.

Hafði ekki áður komið við sögu lögreglu

Á fimmtudaginn eftir hádegi hafði Crumbley með sér hálf­sjálf­virka skamm­byssu er hann yfirgaf salernið og hóf skothríð í menntaskólanum. Alls skaut hann um 30 skotum.

Fjórir létust í árásinni, á aldrinum 14 til 17 ára. Sex aðrir nemendur særðust og einn kennari. 

Crumbley hafði ekki áður komið við sögu lögreglu og ekki verið til vandræða í skólanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert