Heilakvillar í 1% tilfella innlagna vegna Covid-19

Algengustu einkennin voru stífluð slagæð, blæðingar inn á heila og …
Algengustu einkennin voru stífluð slagæð, blæðingar inn á heila og heilabólgur. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Ólíklegt er að Ómíkron-afbrigði Covid-19 komist óáreitt framhjá þeirri vörn sem bóluefnin kalla fram í ónæmiskerfinu, að mati John Wherry, ónæmisfræðings við Háskólans í Pennsylvaníu.

Hann telur líkur á að örvunarskammtar, sem nú standi til boða,  komi til með að veita aukna vernd gegn afbrigðinu. Þetta kemur fram í umfjöllun fréttamiðilsins Reuters

Heilakvillar hjá 1 af hverjum 100

Þar segir jafnframt að einn af hverjum hundrað sem leggist inn á spítala vegna Covid-19, glími í kjölfarið við heilsufarslega kvilla í tengslum við starfsemi heilans.

Vísindamenn greindu frá þessu á árlegri ráðstefnu geislafræðinga í Bandaríkjunum. 

Einkenni 38 þúsund sjúklinga í Bandaríkjunum og Evrópu vöktu grunsemdir meðal lækna um heilakvilla tengda Covid-19.

Áhrifamikill orsakaþáttur

Rannsóknir á þessum einstaklingum leiddu í ljós að í tíu prósent tilfella var um að ræða óeðlilega starfsemi í miðtaugakerfinu, sem rekja mátti til Covid-19 sýkingar viðkomandi. 

Algengustu einkennin voru stífluð slagæð, blæðingar inn á heila og heilabólgur.

Dr. Scott Faro, prófessor í Thomas Jefferson háskólanum í Fíladelfíu, leiddi þessa rannsókn. Hann segir rannsóknina sýna fram á að kvillar í miðtaugakerfinu séu áhrifamikill orsakaþáttur í dánartíðni vegna sjúkdómsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert