Varar við hernaðarátökum í Evrópu

Antony Blinken og Sergei Lavrov heilsast í Stokkhólmi.
Antony Blinken og Sergei Lavrov heilsast í Stokkhólmi. AFP

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hefur varað við því að hræðileg hernaðarátök væru mögulega að fara að hefjast aftur í Evrópu, samhliða því er spennan yfir Úkraínu eykst.

Vígbúnaður Rússa við landamæri Úkraínu hefur vakið upp áhyggjur meðal Vesturlandanna og Atlantshafsbandalagið (NATO), og hafa Rússar verið varaðir við þvingunaraðgerðum af hálfu Bandaríkjanna.

Rússnesk stjórnvöld hafa þó tekið fyrir allar ásakanir um mögulega innrás í Úkraínu

Hvetja Vesturlöndin að íhuga tillögur sínar

Á fundi Öryggisráðs og samvinnustofnunar Evrópu, sem fer nú fram í Stokkhólmi, hefur Lavrov ásakað NATO um að færa hernaðarinnviði sína nær landamærum Rússlands.

Hvatti hann Vesturlöndin að íhuga alvarlega þær tillögur er yfirvöld í Moskvu munu leggja fram bráðlega sem kveða á um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir útþenslu NATO til austurs.

Ítrekaði þvingunaraðgerðir í dag

Samhliða fundi Öryggisráðsins í dag ræða Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Lavrov einnig saman um þá spennu sem hefur ríkt á landamærum Rússlands og Úkraínu.

Hefur Blinken hvatt Rússa til að minnka viðbúnað við landamærin og ítrekað enn á ný hótun Bandaríkjamanna um þvingunaraðgerðir gegn þeim.

„Við höfum miklar áhyggjur af fyriráætlunum Rússa um að hefja á ný árásir gegn Úkraínu,“ sagði Blinken við Lavrov starfsbróðir sinn á fundi þeirra í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert