Foreldrar byssumanns ákærðir fyrir manndráp af gáleysi

than hefur neitað sök á öllum ákæruliðum þar á meðal …
than hefur neitað sök á öllum ákæruliðum þar á meðal ákæru fyrir hryðjuverk. AFP

Ákæruvaldið í Bandaríkjunum hefur ákært foreldra Ethan Crumbley fyrir manndráp af gáleysi. Ethan er sakaður um að hafa skotið fjóra til bana og slasað sjö í skotárás í skóla í Michigan á þriðjudag. Fórnalömbin voru öll unglingar.

Foreldrarnir eru ásakaðir um það að hafa hunsað augljós viðvörunar merki í hegðun sonar þeirra og að hegðun þeirra fyrir skotárásina hafi verið fáránleg. Þetta kemur fram á vef BBC

Ástæða ákærunnar eru meðal annars þess að faðir Ethan keypti byssuna sem var notuð í árásinni á föstudaginn var, aðeins fjórum dögum fyrir árásina.

„Þessar hugsanir hætta ekki"

SMS skilaboð móður Ethans hafa einnig vakið mikla reiði, en kennari gómaði Ethan vera að skoða byssukúlur á netinu. Eftir að móðurinni var gert vart við þetta sendi hún honum skilaboðin: „LOL I‘m not mad at you. You have to learn not to get caught.“

Á íslensku gæti þetta verið þýtt sem: „haha ég er ekki reið, þú verður að læra að nást ekki.“

Á degi árásinnar voru foreldar Ethans kallaðir á fund í skólanum eftir að það fundust teikningar eftir Ethan, þar sem fólk var út atað í blóði og á myndunum stóð, „þessar hugsanir hætta ekki“ og „blóð allstaðar“.

Á fundinum vildu foreldrarnir ekki að sonur þeirra myndi fara heim né óskuðu þau eftir því að leitað yrði í bakpokanum hans fyrir skotvopnum.  

Ethan hefur neitað sök á öllum ákæruliðum þar á meðal ákæru fyrir hryðjuverk.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert