Heimurinn „nær upphafi faraldursins en endalokum“

Enn á eftir að bólusetja stóran hluta heimsbyggðarinnar. Þrátt fyrir …
Enn á eftir að bólusetja stóran hluta heimsbyggðarinnar. Þrátt fyrir það er bólusetning með þriðja skammti hafin víða á Vesturlöndum. AFP

Tilkoma Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þýðir að heimurinn er „nær upphafi faraldursins en endalokum hans,“ að mati eins af æðstu vísindamönnum Bretlands. Hann harmar það sem hann telur vera skort á pólitískri forystu í viðbrögðum við faraldurinn. 

Vísindamaðurinn, Jeremy Farrar, er framkvæmdastjóri Wellcome Trust, góðgerðasamtaka sem einbeita sér að heilbrigðismálum, en hann hætti í starfi sínu sem ráðgjafi breskra stjórnvalda í síðasta mánuði. Hann segir að þeim árangri sem viðbrögð við Covid-19 hafi áorkað síðan faraldurinn hófst hafi verið „sóað“.

Ríku löndin einblíni á sig og sína

Farrar skrifaði grein í Observer þar sem hann segir að rík lönd hafi einblínt á sig og sína, haldandi að það versta í heimsfaraldrinum væri að baki. Þá segir Farrrar að hann reyni að vera vongóður um að núverandi bóluefni gegn Covid-19 verji fólk gegn Ómíkron þá gæti önnur staða komið upp hvað varðar þau afbrigði sem væntanlega verða til í framtíðinni. 

„Því lengur sem veiran heldur áfram að dreifa sér í að mestu óbólusettum hópum á heimsvísu, því líklegra er að afbrigði sem getur sigrast á bólusetningum okkar og meðferðum muni koma fram,“ skrifar Farrar.

Engar alvöru aðgerðir í átt að bólusetningu heimsbyggðarinnar

„Þessi skortur á pólitískri forystu lengir heimsfaraldurinn fyrir alla þar sem ríkisstjórnir eru ekki tilbúnar í að taka á ójöfnum aðgangi að bóluefnum, prófunum og meðferðum. Það hafa verið haldnar dásamlegar ræður með hlýjum orðum en enginn hefur farið í aðgerðir sem tryggja sanngjarnan aðgang að því sem við vitum að virkar og myndi binda enda á heimsfaraldurinn.“

Þá segir Farrar að enn sé nauðsynlegt að halda úti sóttvarnaaðgerðum í samfélaginu, til að mynda grímunotkun, víðtækari skimunum, nálægðartakmörkunum o.s.frv.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert