Aung San Suu Kyi, fyrrverandi forsætisráðherra Mjanmar sem var steypt af stóli í valdaráni mjanmarska hersins fyrr á árinu, hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi.
Hún hlaut tveggja ára dóm fyrir brot gagnvart hernum og annan tveggja ára dóm fyrir að brjóta neyðarlög í tengslum við kórónuveiruna.
Forsetinn fyrrverandi, Win Myint, hlaut einnig fjögurra ára dóm fyrir sömu brot.
JUST IN: Myanmar's Aung San Suu Kyi sentenced to four years in prison in first verdict against deposed civilian leader since the military seized power https://t.co/ItE2q8hsBj
— CNN International (@cnni) December 6, 2021
San Suu Kyi, sem er 75 ára, hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins 1. febrúar. Lítið hefur spurst til hennar síðan fyrir utan þau skipti sem hún hefur komið fyrir dómara.
„Hörðu dómarnir sem Aung San Suu Kyi fékk vegna þessara ósönnu ákæra eru nýjasta dæmið um áætlun hersins um að útrýma allri mótstöðu og kæfa frelsi fólks í Mjanmar,“ sagði í yfirlýsingu Amnesty International.