Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa frá Filippseyjum mun fljúga til Óslóar til að veita verðlaununum viðtöku eftir að dómstóll samþykkti beiðni hennar um að vera viðstödd athöfnina á föstudaginn.
Ressa, sem hefur gagnrýnt forseta Filippseyja, Rodrigo Duterte, harðlega, hlaut friðarverðlaun Nóbels í október ásamt rússneska blaðamanninum Dmitry Múratov. Voru þau verðlaunuð fyrir að „standa vörð um tjáningarfrelsið“.
Ressa, sem er laus úr fangelsi á meðan hún áfrýjar dómi sem féll í fyrra í meiðyrðamáli, þurfti að sækja um leyfi hjá þremur dómstólum til að fá að veita verðlaununum viðtöku.
Nobel Peace Prize winner Maria Ressa will fly to Oslo to collect the award in person, after courts in the Philippines allowed her to attend Friday's ceremonyhttps://t.co/Wr3SDXDYbu
— AFP News Agency (@AFP) December 7, 2021