Segja Frakka hafa farið í mannavillt í handtöku

Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var drepinn á ræðismannaskrifstofu heimalands síns …
Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var drepinn á ræðismannaskrifstofu heimalands síns í Tyrklandi. AFP

Frönsk yf­ir­völd hand­tóku í dag mann sem þau gruna um að hafa tekið þátt í morðinu á blaðamann­in­um Jamal Khashoggi árið 2018. Khashoggi var myrt­ur í sendi­ráði Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl en Sádi-Ar­ab­ar segja þann mann sem Frakk­ar hafi nú í haldi ekki tengj­ast mál­inu á nokk­urn hátt.

Sá grunaði heit­ir heit­ir Khalid Alotai­bi og var hand­tek­inn á Char­les de Gaulle flug­vell­in­um. Heim­ildamaður AFP-frétta­veit­unn­ar inn­an Sádi-Ar­ab­íu seg­ir Khalid Alotai­bi al­gengt nafn og hinn raun­veru­legi Alotai­bi sé nú þegar á bak við lás og slá. 

Fagn­ar hand­tök­unni 

Khashoggi var gagn­rýn­inn á stjórn­völd í Sádi-Ar­ab­íu og þá sér­stak­lega í garð krón­prins­ins Mohammed bin Salm­an. Hann flúði ríkið árið 2017 og skrifaði reglu­leg­ar grein­ar í Washingt­on Post. 

Síðast sást til Khashoggi úr ör­ygg­is­mynda­vél­um ganga inn í ræðis­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl til að sækja eyðublöð á meðan unn­usta hans beið fyr­ir utan. Er­indi hans í sendi­ráðið voru eyðublöð vegna fyr­ir­hugaðs hjóna­bands þeirra tveggja. 

Unn­usta hans fagnaði í kvöld fregn­um af hand­töku hins grunaða og sagði það stórt skref í átt að rétt­læti. „Ég er búin að bíða of lengi, núna loks­ins á fyrsta hand­tak­an sér stað,“ hef­ur AFP-frétta­veit­an eft­ir Hatice Ceng­iz.

Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi.
Hatice Ceng­iz, unn­usta Jamal Khashoggi. AFP

Eiga von á því að hon­um verði sleppt und­ir eins

Sendi­ráð Sádi-Ar­ab­íu í Par­ís sagði hins veg­ar Alotai­bi ekki tengj­ast mál­inu á nokkrun hátt og áttu von á því að hon­um yrði sleppt sem fyrst. Í yf­ir­lýs­ingu frá sendi­ráðinu sagði að dóm­stól­ar í Sádi-Ar­ab­íu hefðu nú þegar dæmt alla þá sem áttu hlut í máli til refs­ing­ar. 

Sádi-Ar­ab­ísk­ir dóm­stól­ar sneru fimm dauðadóm­um í sept­em­ber í fyrra vegna máls­ins í rétt­ar­höld­um sem fóru fram fyr­ir lukt­um dyr­um. Fimm­menn­ing­arn­ir voru dæmd­ir til tutt­ugu ára fang­elsis­vist­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert