Danir herða tökin á faraldrinum

Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti hertari sóttvarnaaðgerðir í gær.
Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti hertari sóttvarnaaðgerðir í gær. AFP

Til­lög­ur að nýj­um sótt­varnaaðgerðum í Dan­mörku voru staðfest­ar í gær­kvöldið og munu þær taka gildi strax á morg­un. Regl­urn­ar munu bæði ná til skemmtana­lífs­ins og skóla­halds en auk þess eru Dan­ir hvatt­ir til að halda að sér hönd­um hvað varðar fé­lags­leg­ar sam­kom­ur.

Frá þessu er greint á vef danska rík­is­sjón­varps­ins.

Á föstu­dag munu tak­mark­an­ir á skemmtana­líf­inu taka gildi þar sem næt­ur­líf­inu verður lokað og ekki verður heim­ilt að kaupa áfengi eft­ir miðnætti.

Af­greiðslu­tími veit­ingastaða verður stytt­ur og þeim gert að loka á miðnætti. Munu gest­ir einnig þurfa að fram­vísa kór­ónu­veirupassa og bera grímu þegar þeir yf­ir­gefa sæti sín. Þá mega ein­ung­is 50 koma sam­an á stand­andi tón­leik­um.

Þann 15. des­em­ber mun síðan fjar­kennsla hefjast í barna­skól­um en mark­miðið er að ná að bólu­setja sem flesta nem­end­ur fyr­ir ára­mót.

Þá eru all­ir Dan­ir sem hafa kost á að vinna að heim­an hvatt­ir til að gera slíkt og fólk sömu­leiðis beðið um að af­lýsa stór­um sam­kom­um yfir hátíðirn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert