Franski sundmaðurinn, Yannick Agnel, sem vann til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London árið 2012 var handtekinn af lögregluyfirvöldum í Frakklandi í dag. Er það vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti gegn barni.
Hinn 29 ára gamli Agnel var handtekinn í París og settur í varðhald í Mulhouse í austurhluta Frakklands í dag. Þetta staðfesti saksóknari Parísarborgar, Edwige Roux-Morizot við AFP í dag.
Saksóknarinn sagði einnig að borist hafi ásakanir um mál sem eiga að hafa skeð í kringum árið 2016. Þar á meðal á að hafa átt sér stað nauðgun og kynferðisleg áreitni á hendur 15 ára ungmennis.
Agnel var stórt nafn í sundheiminum um og upp úr byrjun síðasta áratugar. Vann hann, eins og áður segir, tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum auk verðlauna á heims- og Evrópumótum í skriðsundi.