Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að koma í veg fyrir birtingu gagna úr Hvíta húsinu sem tengjast árásinni á þinghús landsins 6. janúar.
Dómstóllinn staðfesti úrskurð neðri dómstóls um að afhenda skuli rannsóknarnefnd þingsins gögnin en hún hefur rannsakað ofbeldi stuðningsmanna Trumps í þinghúsinu.
Breaking News: An appeals court ruled that Congress may see White House records of Donald Trump’s communications and movements related to the Jan. 6 attack on the Capitol. https://t.co/jsRdpxL00L
— The New York Times (@nytimes) December 9, 2021
Trump, sem hefur verið sakaður um að hafa ýtt undir árásina á þinghúsið, vísaði í lög um friðhelgi forseta til að halda skjölum og símagögnum, sem gætu tengst árásinni, leyndum.
Lögmenn Trumps hafa tvær vikur til að áfrýja málinu til Hæstaréttar.