Fimm handteknir vegna gruns um manndrápstilraun

Sænska lögreglan var að störfum í alla nótt.
Sænska lögreglan var að störfum í alla nótt. AFP

Fimm voru handteknir í borginni Skellefteå í norðurausturhluta Svíþjóðar í gær grunaðir um tilraun til manndráps. Karlmaður fannst mikið særður utandyra þar í borg og var hann fluttur á sjúkrahús.

Í frétt sænska ríkisútvarpsins segir að um klukkan sjö í gærkvöld hafi maðurinn fundist og að lögreglu hafi verið ljóst þegar hún kom á staðinn að hinir grunuðu hafi flúið vettvang. Rannsókn á vettvangi stóð fram á nótt.

Um klukkan tíu í gærkvöld voru fimmmenningarnir handteknir og verða þeir yfirheyrðir í dag. Lögregla hefur nú þegar tekið skýrslu af vitnum.

Ekki er vitað um líðan þess særða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert