Yngsti biskup Spánar hefur verið sviptur bagli sínum eftir að hann kvæntist konu sem þekkt hefur verið fyrir að skrifa erótískar sögur með satanísku ívafi.
„Eins og vitað er þá hefur Xavier Novell Goma, biskup af Solsona, gengið í borgaralegt hjónaband með Silviu Caballol þann 22. nóvember í bænum Suria í héraði Barcelona,“ segir í yfirlýsingu frá biskuparáði landsins sem gefin var út í dag.
Allir kirkjunnar menn sem reyna að kvænast, jafnvel þó borgaralega sé, eiga það á hættu að vera vikið úr starfi, að því er segir í yfirlýsingunni.
Biskupinn mun þannig halda titli sínum sem biskup en honum verður þó ekki heimilt að starfa sem slíkur.
Hneykslið braust út í haust þegar upp komst um samband 52 ára biskupsins með Silviu Caballol, höfundi verka á borð við „Lostavíti Gabríels“.
Á vef forlagsins Lacre er henni lýst sem dýnamískum og óhefluðum höfundi sem sett hafi mark sitt á krefjandi bókmenntaheim með því brjóta í bága við siðferðilegar venjur.