Karlmaður er látinn eftir að hafa orðið fyrir byssuskotum lögreglu í Lundúnum síðdegis í dag. Sjónarvottur tjáir fréttastofu BBC að hann hafi séð lögreglu skjóta á svarta Benz-bifreið í Kensington um klukkan 15.20 að staðartíma.
Lögregla kom á vettvang eftir að henni var tilkynnt um að vopnaður maður hefði gengið inn í banka og veðmálabúllu í hverfinu.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að almenningur hafi ekki verið í hættu.