Á aðgangi forsætisráðherra Indlands á Twitter var birt tíst þess efnis að ríkisstjórnin hefði fest kaup á 500 Bitcoin-rafmyntum og ætlaði að dreifa þeim til almennings í Indlandi. Enginn fótur var fyrir þessum yfirlýsingum þar sem óprúttnir aðilar höfðu komist inn á aðgang Narendra Modis.
Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem tölvuþrjótar komast inn á Twitter-aðgang forsætisráðherrans en síðast notuðu þeir hann til að hvetja fólk til að leggja inn á falskan Covid-19 viðbragðssjóð.
The Twitter handle of PM @narendramodi was very briefly compromised. The matter was escalated to Twitter and the account has been immediately secured.
— PMO India (@PMOIndia) December 11, 2021
In the brief period that the account was compromised, any Tweet shared must be ignored.
Ef Modi myndi láta verða af þessu þyrfti Indland að greiða ríflega þrjá milljarða króna fyrir Bitcoin-myntirnar en gangverð þeirra í dag er tæplega sex og hálf milljón íslenskra króna.
Modi er afar vinsæll á Twitter en ríflega 70 milljónir fylgja honum á persónulega reikningnum hans. Færslan var fjarlægð skjótlega eftir að hún birtist.
BBC greinir frá því að tímastening verksins sé athyglisverð fyrir þær sakir að yfirvöld í Indlandi séu nú að undirbúa regluvæðingu rafmyntamarkaðarins sem hefur vaxið hratt síðustu misseri.
Modi er ekki sérlega hrifinn af rafmyntum og hefur sagt þær vera að spilla æskulýðnum.