Bretar herða vegna Ómíkron

Einhverjir liggja inni á spítala með Ómíkron í Bretlandi.
Einhverjir liggja inni á spítala með Ómíkron í Bretlandi. AFP

Ríkisstjórn Bretlands kynnti í dag nýjar sóttvarnaaðgerðir um sóttkví til þess að hefta úrbreiðslu Ómíkron-afbrigðisins. Yfirvöld segja að einhverjir hafi nú þegar verið lagðir inn á spítala með afbrigðið .

Frá og með þriðjudeginum munu fullbólusettir einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti þurfa að sæta reglulegum prófum í viku. Hins vegar munu þeir sem hafa bara fengið einn eða tvo skammta af bóluefni þurfa að sæta 10 daga sóttkví.

Ómíkron nái meirihluta um miðjan desember

Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, gerir ráð fyrir því að meirihluti smita verði að Ómíkron-afbrigðinu um miðjan desember.

„Við erum að taka þetta hófsama og praktíska skref  til að takmarka þau áhrif sem aðgerðirnar hafa á daglegt líf fólks,“ segir Savid.

Boris Johson forsætisráðherra Bretlands hafði áður kynnt tillögur um að hefja notkun á bólusetningapössum og hvatti vinnuveitendur til þess að leyfa starfsmönnum að vinna heiman frá. 

Þessar aðgerðir verða bornar fyrir þingið á þriðjudag en skiptar skoðanir eru með Íhaldsflokksins um tilkomu þeirra. Þó er gert ráð fyrir að þær muni ná í gegn fyrir tilstilli atkvæða frá þingmönnum Verkamannaflokksins. 

1,898 tilfelli greinst

Yfirvöld í Bretlandi hafa veðjað á bóluefni sem bestu leiðina til að takmarka frekari dreifingu smita en 22,5 milljónir hafa þegar fengið örvunarskammt. 

BBC greindi frá því í dag að sjúklingar lægju inni á spítala með afbrigðið en 1,898 hafa greinst með Ómíkron þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka