Samvaxnar systur aðskildar í maraþonaðgerð

Lamisa og Labiba ásamt móður sinni. Þær fara í aðgerð …
Lamisa og Labiba ásamt móður sinni. Þær fara í aðgerð á morgun sem mun breyta lífi þeirra beggja. AFP

Skurðlæknar í Bangladess undirbúa sig í dag fyrir 10 klukkustunda langa skurðaðgerð á morgun þar sem þarlendar samvaxnar tvíburasystur verða aðskildar.

Labiba og Lamisa eru tveggja og hálfs árs gamlar, eru samvaxnar á baki, deila hrygg, hluta úr meltingarfærum og kynfærum. Þær voru aðskildar að hluta aðeins níu dögum eftir fæðingu þeirra en frekari aðgerðum var frestað vikunum á eftir vegna tilkomu kórónufaraldursins.

„Dætur mínar geta ekki setið almennilega uppréttar eða legið á eðlilegan hátt,“ segir Monufa Begum, tvítug móðir systranna.

„Það er mjög erfitt að halda þeim hljóðum, við hjónin höfum varla sofið síðan þær fæddust.

Erfitt að sjá barnið sitt á skurðarborðinu

Teymi 35 lækna mun koma að aðgerðinni sem tekur 10 klukkustundir, eins og áður sagði, og hefur verið tvo mánuði í undirbúningi.

Að huga að fjölskyldunni hefur verið tekið gríðarlega á bæði fjárhagslega og tilfinningalega, segir Lal Mia, 22 ára gamall fjölskyldufaðirinn.

„Ég er mjög áhyggjufullur en á sama tíma mjög spenntur. Það væri frábært að fá að sjá dætur mínar ganga og lifa frjálsar,“ segir hann og bætir við:

„En það er líka erfitt fyrir foreldri að sjá barnið sitt á skurðarborðinu.“

Háskólasjúkrahúsið í Dhaka, höfuðborg Bangladess, mun standa straum af kostnaði við aðgerðina og læknar eru vongóðir um að hún takist vel í ljósi þess að sams konar aðgerðir heppnuðust vel árið 2017 og 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert