Sacoolas dregin fyrir dóm fyrir manndráp

Timm Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry Dunn, krefjast réttlætis …
Timm Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry Dunn, krefjast réttlætis í málinu. AFP

Anne Sacoolas, eiginkona bandarísks erindreka, verður dregin fyrir dóm í Bretlandi fyrir manndráp af gáleysi. Harry Dunn var 19 ára þegar mótorhjól hans varð fyrir bíl Sacoolas sem ók á röngum vegarhelmingi árið 2019.

Sacoolas yfirgaf landið skömmu eftir slysið og gaf In­terpol því út alþjóðlega hand­töku­skip­un á hendur henni ef hún skyldi yfirgefa Bandaríkin. 

Bandaríkin höfnuðu framsals­kröfu breskra yf­ir­valda á hend­ur Sacoolas og sögðu hana njóta friðhelgi stjórn­ar­er­ind­reka. Eig­inmaður henn­ar starfaði á veg­um banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar í Bretlandi þegar slysið varð. 

Nú er hins vegar ljóst að málið mun fara fyrir dómstól í London í janúar. „Þó það séu áskoranir og þetta sé flókið mál, þá erum staðráðin í að tryggja réttlæti í þessu máli,“ sagði talsmaður saksóknara.

Búist er við að Sacoolas muni vera viðstödd réttarhöldin í gegnum fjarfundarbúnað.

Harry Dunn var 19 ára þegar hann lést.
Harry Dunn var 19 ára þegar hann lést. Ljósmynd/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert