Tveggja skipverja saknað

Áreksturinn varð á milli Ystad og Borgundarhólms.
Áreksturinn varð á milli Ystad og Borgundarhólms. Kort/Google

Að minnsta kosti tveggja er saknað eftir árekstur tveggja flutningaskipa á Eystrasalti í morgun. Áreksturinn varð á milli Ystad og Borgundarhólms en víðtæk leit stendur yfir að skipverjum.

Jonas Franzen, talsmaður sænsku siglingamálastofnunarinnar, sagði í samtali við sænska ríkisútvarpið að áhafnir á vettvangi hefðu heyrt hróp frá mönnum sem líklega höfnuðu í sjónum. Enginn hefur þó fundist.

Hann sagði enn fremur að ekki væri vitað nákvæmlega hvað gerðist en mikið myrkur er á svæðinu og sjórinn kaldur.

Þyrlur og tíu skip frá Svíþjóð og Danmörku taka þátt í leitinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert