Að minnsta kosti 60 létust í sprengingu

Sprengingin var umfangsmikil en eldur kviknaði í 20 nærliggjandi húsum.
Sprengingin var umfangsmikil en eldur kviknaði í 20 nærliggjandi húsum. AFP

Að minnsta kosti 60 létu lífið og tugir slösuðust þegar að olíubíll sprakk á norðurhluta Haítí í borginni Cap-Haïtien í gær. Mikið álag er á sjúkrastofnunum á svæðinu og óttast heilbrigðisstarfsfólk að tala látinna eigi eftir að hækka til muna. 

Ariel Henry forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðarins.

Aðkoman helvíti

Í aðdraganda sprengingarinnar hafði trukkurinn lent í slysi með þeim afleiðingum að bensín lak úr tanknum. Viðstaddir höfðu safnast við farartækið í tilraun til að bjarga því eldsneyti sem var að fara til spillis þegar að slysið átti sér stað.

Sjónarvottur hefur lýst aðkomu að vettvangi sem helvíti en fórnarlömb sprengingarinnar voru mörg hver svo illa leikin að erfitt var að bera kennsl á þau. Umfang sprengingarinnar reyndist svo mikið að eldur kviknaði í um 20 nærliggjandi húsum.

Óttast að ekki verði hægt að bjarga öllum

Heilbrigðisstofnanir reyna nú að stemma stigu við álagið en bæði er skortur á birgðum til að meðhöndla bruna og mannafla. Óttast hjúkrunarfæðingur á Justinien háskólasjúkrahúsinu að ekki verði hægt að bjarga öllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert