Covid-tafla fær góða dóma

Covid-töflur frá Pfizer.
Covid-töflur frá Pfizer. AFP

Að sögn Pfizer sýna prófanir á nýrri töflu gegn Covid-19 að hún dregur úr innlögnum á spítala og fækkar dauðsföllum hjá fólki sem er í áhættuhópi um næstum 90 prósent þegar hún er tekin fyrstu dagana eftir að einkenni finnast.

Niðurstöðurnar byggja á prófunum á yfir 2.200 manns og styðja þær niðurstöður úr öðrum rannsóknum sem voru tilkynntar í síðasta mánuði.

Lyfjafyrirtækið segir einnig að meðferðin virðist virka gegn nýja Ómríkon-afbrigðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka