Eiginmaður frelsishetju í 18 ára fangelsi

Mótmæli hafa sprottið upp víða í Hvíta-Rússlandi vegna dómsins. Hér …
Mótmæli hafa sprottið upp víða í Hvíta-Rússlandi vegna dómsins. Hér heldur mótmælandi uppi skilti með mynd af Sergei Tsíkanovskí. AFP

Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn, Sergei Tsíkanovskí, var í dag dæmdur í 18 ára fangelsi þar í landi fyrir að skipuleggja mótmæli gegn Alexander Lúkasjenkó, einræðisherra landsins.

Tsíkanovskí er einna helst þekktur fyrir að hafa boðið sig fram í forsetakjöri landsins í fyrra gegn þaulsætnum Lúkasjenkó. Eiginkona Tsíkanovskís, Svetlana Tsíkanovskaja, tók hins vegar við keflinu þegar eiginmaður hennar var handtekinn og er hún nú orðinn ótvíræður leiðtogi stjórnarandstæðinga Hvíta-Rússlands.

Tsíkansovskaja hefur meðal annars farið í opinberar heimsóknir til ríkja um allan heim og fær gjarnan ekki minni móttökur en hver annar þjóðarleiðtogi.

Réttarhöldin yfir Tsíkanovskí hafa verið fordæmd víða og sögð vera sýndarréttarhöld yfir saklausum manni, eins og fram kemur í frétt BBC um málið.

Tsíkanovskaja tjáði sig sjálf um málið á twittersíðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert