Jarðskjálfti 7,4 að stærð reið yfir indónesísku eyjuna Sulawesi skömmu fyrir hádegi að staðartíma. Engar fréttir hafa borist af mannfalli í kjölfar skjálftans öfluga.
Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út í kjölfar skjálftans.
Á myndskeiðum á samfélagsmiðlum má sjá fólk í borginni Makassar koma sér með hraði út úr byggingum þegar það verður vart við skjálftann.
Fram kemur í frétt BBC að íbúum í borginni Larantuka hafi brugðið mjög við skjálftann.
„Öllum brá. Fólk hljóp frá heimilum sínum og margir hlupu upp til fjalla,“ sagði einn íbúa í samtali við BBC.