Rúmlega 800.000 dauðsföll í Bandaríkjunum

Samkvæmt tölum frá John Hopkins háskóla hafa 50 milljónir manna …
Samkvæmt tölum frá John Hopkins háskóla hafa 50 milljónir manna smitast af veirunni í Bandaríkjunum. AFP

Rúmlega 800.000 hafa látið lífið í Bandaríkjunum af völdum kórónuveirunnar en það er mesta mannfall í einu landi, samkvæmt opinberum gögnum.

Samkvæmt tölum frá John Hopkins-háskóla hafa 50 milljónir manna smitast af veirunni í Bandaríkjunum.

Í frétt BBC um málið kemur fram að flest dauðsföll hafi orðið meðal óbólusettra og eldra fólks. Enn fremur hafa fleiri látist í ár en á síðasta ári.

Dauðsföllum fjölgar hratt vestanhafs en 650 dagar eru síðan fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum veirunnar varð í Bandaríkjunum.

Næstflestir hafa látist í Brasilíu, 616.000, og þá hafa 475.000 látist af völdum veirunnar í Indlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert