Uppgangur ofbeldisfullra hægriöfga ógn við lýðræði

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands ætlar að verjast öfgafullum hópum.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands ætlar að verjast öfgafullum hópum. AFP

Þýskaland ætlar að verjast öfgafullum hópum sem tala gegn bólusetningum. Kanslari landsins telur hópinn ógna lýðræði landsins.

Olaf Scholz kanslari, sem tók við embættinu í síðustu viku, sagði að Þýskaland myndi ekki leyfa fámennum minnihluta öfgamanna að reyna að þvinga vilja sínum upp á allt samfélagið.

„Þýskaland mun beita lýðræðislegum aðferðum til að verjast þessum litla hatursfullra minnihluta  sem ræðst á okkur hin. Uppgangur ofbeldisfullra hægriöfga í Þýskalandi er stærsta ógnin við lýðræðið okkar,“ sagði Scholz.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert