Dómstóll í Suður-Afríku hefur fyrirskipað fyrrverandi forseta landsins, Jacob Zuma, að snúa aftur í fangelsi. Þar með ógilti dómstólinn skilorðið sem Zuma var veitt í september vegna heilsubrests.
Zuma hafði einungis afplánað 60 daga af 15 mánaða dómnum sem hann hlaut fyrir að vanvirða dómstóla þegar hann neitaði að mæta til yfirheyrslu.
Lögfræðiteymi Zuma var fljótt að bregðast við úrskurðinum og hefur lagt fram beiðni um áfrýjun. Því mun Zuma ekki snúa aftur í fangelsi fyrr en áfrýjunin hefur verið tekin fyrir.