Zuma sendur aftur í fangelsi

Jacob Zuma mun mögulega þurfa að snúa aftur í fangelsi.
Jacob Zuma mun mögulega þurfa að snúa aftur í fangelsi. AFP

Dómstóll í Suður-Afríku hefur fyrirskipað fyrrverandi forseta landsins, Jacob Zuma, að snúa aftur í fangelsi. Þar með ógilti dómstólinn skilorðið sem Zuma var veitt í september vegna heilsubrests.

Zuma hafði ein­ung­is afplánað 60 daga af 15 mánaða dómn­um sem hann hlaut fyr­ir að van­v­irða dóm­stóla þegar hann neitaði að mæta til yf­ir­heyrslu.

Lögfræðiteymi Zuma var fljótt að bregðast við úrskurðinum og hefur lagt fram beiðni um áfrýjun. Því mun Zuma ekki snúa aftur í fangelsi fyrr en áfrýjunin hefur verið tekin fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert