Allir trúboðarnir lausir úr gíslingu

Trúboðarnir eru nú lausir.
Trúboðarnir eru nú lausir. AFP

Þeim trúboðum sem enn voru í haldi, sem rænt var af vopnuðu glæpagengi á Haítí í október hefur verið sleppt úr haldi. Þegar var búið að láta fimm lausa. 

BBC greinir frá.

Hópnum, sem samanstendur af sextán Bandaríkjamönnum og einum Kanadamanni, var rænt eftir að hann heimsótti munaðarleysingjahæli á svæði aust­ur af höfuðborg Haítí.

Glæpagengið, þekkt sem 400 Mazowo, krafðist lausnargjalds upp á 1 milljón dollara, sem samsvarar um 130 milljónum íslenskra króna,  fyrir hvern hinna sautján gísla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert