Danir heimila notkun á Covid-töflum

Lyfið er í töfluformi og er aðeins ætlað fyrir sjúklinga …
Lyfið er í töfluformi og er aðeins ætlað fyrir sjúklinga sem eru í áhættuhópi og með einkenni Covid-19. AFP

Dönsk stjórnvöld hafa lagt til að sjúklingar í áhættuhópi sem eru með Covid-einkenni, megi fá lyfið molnupiravir. Það er lyf í töfluformi gegn Covid sem er frá bandaríska lyfjafyrirtækinu Merck. Danir eru þar með fyrsta ríkið innan Ev´ropusambandsins sem veitir þetta samþykki.

Lyfið, sem er markaðssett sem Lagevrio, fékk í nóvember grænt ljós frá Lyfjastofnun Evrópu (EMA) um að það megi nota í neyðartilvikum. Stofnunin lagði það síðan í hendur einstakra ríkja að taka ákvörðun hvort það megi nota töflurnar eður ei, þ.e. áður en formleg heimild liggur fyrir.

Bretar samþykktu lyfið í nóvember og unnið er að slíku samþykki í Bandaríkjunum. 

Kirstine Moll Harboe, hjá danska landlæknisembættinu, segir að ákveðið hafi verið að mæla með notkun lyfsins því menn telji fleiri kosti við notkun þess það heldur en galla hvað varði þá sjúklinga sem eiga í mestri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. 

Smitum hefur farið hratt fjölgandi í Danmörku og búist er …
Smitum hefur farið hratt fjölgandi í Danmörku og búist er við að Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar verði allsráðandi í þessari viku í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Colourbox

Hún tók einnig fram, að heilbrigðisyfirvöld geri sér fulla grein fyrir því að þetta er ný meðferð sem hefur ekki hlotið formlegt samþykki, og að þau hafi ekki fulla þekkingu á áhrifum þess. Því verði grannt fylgst með öllum mögulegum aukaverkunum. 

Smitum hefur farið hratt fjölgandi í Danmörku og er búist við að Ómíkron-afbrigðið verði allsráðandi afbrigði veirunnar í Kaupmannahöfn í þessari viku. 

Í gær greindust 8.770 ný smit sem er mesti fjöldi sem hefur greinst á einum sólarhring frá því faraldurinn hófst í Danmörku. Íbúar landsins eru alls 5,8 milljónir talsins. 

Moll Harboe segir að yfirvöld bindi vonir við að meðferðin muni leiða til þess að færri einstaklingar í áhættuhópi þurfi að leggjast inn á sjúkrahús.

Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck framleiðir lyfið. Bretar hafa veitt samþykki fyrir …
Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck framleiðir lyfið. Bretar hafa veitt samþykki fyrir notkun þess og er unnið að því í Bandaríkjunum að fá slíka heimild sömuleiðis. AFP

Alls liggja 508 sjúklingar inni á sjúkrahúsum með Covid-19. Þar af eru 66 á gjörgæsludeild. 

Fyrstu heildstæðu niðurstöður klínískra prófana lyfsins, sem Merck birti 26. nóvember, ollu vonbrigðum því niðurstaðan sýndi fram á muni minni virkni en hafði komið fram í bráðabirgðaprófum.

Þegar rýnt var í tölurnar sem voru birtar í nóvember, þá kom í ljós að lyfið fækkaði sjúkrahúsainnlögnum andlátum hjá viðkvæmum hópum um 30%. Fyrstu niðurstöður höfðu aftur á móti verið betri, eða 50%

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert