Dómur yfir íslenskum barnaníðingi þyngdur

Maður­inn var fund­inn sek­ur um að hafa nauðgað dótt­ur sinni …
Maður­inn var fund­inn sek­ur um að hafa nauðgað dótt­ur sinni þegar þau voru á Íslandi og einnig í sum­ar­húsi á Fjóni. Af vef lögreglunnar á Austur-Jótlandi

Eystri Landsréttur í Danmörku þyngdi í morgun dóm yfir íslenskum karlmanni sem hefur verið fundinn sekur um ít­rekuð kyn­ferðis­brot gegn dótt­ur sinni. Dómurinn var þyngdur úr fjórum árum í sex ár.

Greint er frá niðurstöðu dómsins á vef DV.

Brot­in framdi maður­inn gegn stúlk­unni á ár­un­um 2006 til 2010 eða frá því hún var fimm ára göm­ul þar til hún varð níu ára. Stúlk­an er nú dansk­ur rík­is­borg­ari. 

Maður­inn var fund­inn sek­ur um að hafa nauðgað dótt­ur sinni þegar þau voru á Íslandi og einnig í sum­ar­húsi á Fjóni. Stúlk­an hef­ur ekki átt nein sam­skipti við föður sinn frá ár­inu 2010.

Emb­ætt­is­menn í Ny­borg á Fjóni kærðu málið til lög­reglu árið 2018 eft­ir að stúlk­an greindi frá því hvað hún hefði upp­lifað í æsku. Við rann­sókn lög­reglu kom í ljós að maður­inn dvaldi á Spáni og hann var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald að sér fjar­ver­andi í júní á síðasta ári. Í kjöl­farið var gef­in út evr­ópsk hand­töku­skip­un á hend­ur mann­in­um og hann var hand­tek­inn í Alican­te í okó­ber í fyrra og fram­seld­ur til Dan­merk­ur í byrj­un des­em­ber. 

Í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar er haft  eft­ir Jacob Thaar­up sak­sókn­ara að málið sé að mörgu leyti óvenju­legt. Um sé að ræða fjölda brota, sem hinn ákærði hafi framið gegn eig­in dótt­ur. Þá hafi liðið lang­ur tími frá því brot­in voru fram­in og þar til þau voru kærð. Því hafi ákæru­valdið orðið að reiða sig á framb­urði vitna því eng­in bein sönn­un­ar­gögn hafi verið fyr­ir hendi.

Það hafi ráðið úr­slit­um, að stúlk­an hafði trúað tveim­ur vin­kon­um sín­um frá því sem gerðist til­tölu­lega skömmu eft­ir at­b­urðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert